Um síðustu helgi var próflokum heldur betur fagnað. Föstudagskvöldið var alveg meiriháttar og ég hef ekki skemmt mér svona ærlega lengi. Eftir dýrindis kvöldverð og nóg af bjór heima hjá Bjarka fórum við "strákarnir" á Social Club og þar var Tequila staupað fram á nótt. Ég endurheimti stauptitilinn sem leiddi til þess að ég varð alveg crazzzzzy á dansgólfinu m.a. við lag Whitney Houston's "I wanna dance with somebody" !! Þetta var frekar fyndið, ég og Whitney bara áttum dansgólfið :-) Á laugardaginn var haldið til Odense í afmælið hans Binna. Þar voru fyndnar fígúrur þar sem þetta var grímu-afmæli. Ég var reyndar bara "normal Karenína" þar sem ég hafði engan tíma til að huga að grímubúningi vegna prófa. Afmælið var skemmtilegt, sérstaklega þar sem ég hélt áfram minni ágætis iðju að skora á mann og annan í Fuzball. Þar stóð Karen alveg brjáluð í hvert skipti sem boltinn skoppaðist framhjá dóta-markverðinum.
Ég byrjaði á Harry Potter og Fönixreglunni fyrir nokkrum dögum síðan og var hún að sjálfsögðu orðin ofur-spennandi á bls. 3. Ekki við öðru að búast af Rowling vinkonu minni. Eini gallinn er að ég var að byrja í draumakúrsinum mínum, námskeið sem ég hef beðið eftir í 4 ár, þróunarhagfræði! Ég keypti bókina í dag og hún er nákvæmlega jafnlöng og Potter, 800 bls. Nú get ég engan veginn ákveðið hvora ég á að lesa. Ha ha loksins orðin hagfræðinörd :c)
Á morgun fáum við gesti og þessa líka yndislegu gesti, Axelsdætur og Ingólfsson mæta á svæðið og hlökkum við AGALEGA mikið til að sjá þau. Alltaf gaman að sýna fólki litla sæta kotið okkar. Jæja ungi galdramaðurinn kallar á mig. Farvel !! |