|
Hér í Árósum er bara gaman gaman!! Það er alveg frábært að hafa svona skemmtilega gesti. Mig langar einmitt að nota tækifærið og óska Áslaugu Hörpu innilega til hamingju með afmælið. Það vill svo til að Áslaug situr við hliðina á mér og finnst voða gaman að eiga afmæli í Árósum hjá stóra bróður og stóru mágkonu. Hér höfum við haft það hyggeligt og verslað út í eitt. Ég er alltaf að verða betri og betri í að versla og er alveg að venjast þessu :-) Nú erum við á leiðinni út að borða og á eitthvað útstáelsi til að halda meira upp á daginn. Vona að allir séu að njóta helgarinnar.
PS. Var að bæta við link inn á heimasíðuna hennar Hörpu litlu systur sem by the way sigraði í ræðukeppni um daginn og var valinn ræðumaður kvöldsins. Til hamingju! |
|
|