Þessi vika getur nú varla orðið betri. Við erum búin að vera að bíða spennt eftir því að fá Rannveigu til okkar og nú er biðin loks á enda. Á þriðjudaginn fór ég reyndar og hitti lunch saumaklúbbinn minn. Það var frábært að hitta þær stöllur og mikið kjaftað og hlegið. Svo í gær eftir mjög mikið óhappakvöld þar sem Grétar brenndi sig allsvakalega á bökunarplötu og ég flaug á hausinn í hálkunni birtist Rannveig á lestarstöðinni, mikil gleði að sjá mína! Við vorum frekar lurkum lamin að taka á móti henni, Grétar með tvöfaldan lófa og ég aum í bakinu eftir að hafa steinlegið í götunni. Það var frábært að sjá skvísuna og hún búin að bralla ýmislegt með okkur í dag. Góða helgi! |