|
|
Það er heldur betur búið að vera mikið um að vera á síðustu dögum. Félagslífið í Árósum ákvað skyndilega að taka heljarstökk og allt í sömu vikunni. Síðastliðin fimmtudag fór ég bæði út að borða og í matarboð, það er ekki oft sem það gerist sama dag. Í hádeginu fór ég á Ítalíu með Eddu, Maríu og Tótu. María (unnusta Pálmars sem er með Grétari í skólanum) hringdi í mig og bauð mér með í þennan lunch-saumaklúbb. Það var alveg frábært að hitta þær og geta loksins stelpu-chattað almennilega hér í Arhus :c) Um kvöldið fóru síðan ég og Bjarki í kínverskan mat til Kínverjans Zhu sem var með okkur krökkunum í hóp í hagrannsóknum fyrir jól. Málið er að Zhu talar ekki mjög góða ensku og gat því tekið mjög takmarkaðan þátt í heimaprófinu í desember. Hann vildi endilega bæta okkur þetta upp með því að bjóða okkur í mat. Þetta var hið bráðskemmtilegasta kvöld og ekki verra að fá ekta kínverskan mat en ekki alltaf hina vestrænu útgáfu af honum.
Helgin hófst síðan á afmælispartý hjá Sverri (vinur Grétars úr skólanum). Það var mjög gaman í partýinu og hægt að skeggræða málin við Íslendinga, Bandaríkjamenn, Rússa og fleiri þjóðerni. Þetta var nefnilega double partý og hitt afmælisbarnið ákaflega hress Bandaríkjamaður sem átti fullt af rússneskum vinum. Laugardagskvöldið var svo startsemesterfest hér á kolleginu. Það var alveg rífandi snilld og skemmtilegasta djamm ársins so far. Í annað skiptið í röð á þessu ári mættum við Grétar í grímupartý án þess að vera í grímubúningi en í þetta skipti var það af því við vissum ekki að þetta var grímupartý!! Ég meina það sko....þið hefðuð átt að sjá svipinn á okkur þegar við mættum sjóræninga, lækni og viðgerðarmanni er við komum í partýið. Karenína var nú fljót að stökkva upp og klæða sig í fótboltabúning af Grétari! Danska landsliðsbolinn, hvítar stuttbuxur og hnéháa sokka....mega flott! Ég þóttist bara vera kven-útgáfan af Jóni Dahl Tómassyni :c) Partýið var alveg frábært og þar sem Breti og japönsk kærasta hans eru nýflutt á kollegið var enska og danska töluð í bland. Ég var orðin svo ringluð undir lokin að ein setning innihélt allt í senn, dönsku íslensku og ensku. Eins og sannri fótboltakonu sæmir spilaði ég nokkra leiki í fótboltaspilinu and kicked ass (Grétar's ass) he he. Get ekki sagt hið sama um borðtennisleikina enda vorum við 5 að spila og hlupum í kringum borðtennisborðið á meðan á leiknum stóð.
Í lokinn langar mig að benda á að elsku frænka mín hún Erla Dögg er komin í hóp bloggara og mæli ég eindregið með að fólk kíki á glæsilegu síðuna hennar. Vonandi eigið þið súper viku! |
|
| |