Eftir vægast sagt meiriháttar og stórskemmtilega helgi neyðist maður víst til að taka upp nýkeyptar/lánaðar skruddur. Strax komin eftir á um nokkur hundruð bls. og bara ein vika liðin af skólanum. Þannig að nú verð ég einfaldlega að lesa einn kafla í hagrannsóknum, einn kafla í Harry Potter, einn kafla í þróunarhagfræði, einn kafla í Harry Potter...o.s.frv. Annars er febrúar alveg að slá í gegn :c) Næstu helgar eru fullbókaðar af skemmtilegu djammi og nú eru bara rúmar 2 vikur í að Rannveig komi til okkar. Talandi um þá merkiskonu þá á hún Rannveig einmitt afmæli í dag. Til hamingju elsku krúsin mín! Vonandi áttu yndislegan dag og gangi þér vel að undirbúa veisluna næstu helgi. Svo er aðalafmælishátíðin í Árósum í lok mánaðarins! Stjörnuspá dagsins á vel við Rannveigu mína þó ég viti ekki alveg hvað hún á að binda enda á þetta árið....híhí
Afmælisbarn dagsins: Þú hefur sjálfstraust og það er öðrum hvatning til að treysta þér. Þú hefur sterka ábyrgðartilfinningu. Á árinu, sem er í vændum, munt þú binda enda á mikilvægan kafla í lífi þínu.
Vorum að setja inn myndir frá jólafríinu og heimsókn síðustu helgar.
|