| Ný og fersk vinnuvika hafin og verður þessi vika betri en margar aðrar þar sem ég klára prófin í lok hennar!! Þannig að vikan sjálf verður frekar dræm en endar með geysilegri gleði. Það verður svo sannarlega djammað næstu helgi, bæði hér í Arhus og í Odense. Eins og glöggir aðdáendur sjáið þá fékk "heimasíðan" andlitslyftingu. Þökk sé sæta HTML kærastanum mínum segum við skilið við fölbleiku- og gulu saklausu Karenínu og bjóðum velkomna eina eldrauða og ferska í staðinn :c) |