Long time no blogg...en ég kenni prófum um þessa ritstíflu enda má kenna þeim um flest þessa dagana. En nú er bara vika eftir þar sem næstsíðasta prófið var í dag. Nú á ég sem sagt að vita allt um leikjafræði, uppboð og áhrif ósamhverfra upplýsinga. Já ég get sko sagt ykkur það að skemmtilegu uppboðin sem maður sér í sjónvarpinu þar sem fólk réttir upp hendi til að láta vita að það vilji vöruna á ákveðnu verði og svo segir gæjinn sem ræður "going once, going twice, gone to the lady with the red hat". Já þetta er sko ekki svona einfalt! Ég er búin að sjá svona 300 formúlur, jöfnur og útleiðslur á þessu, dí hvað það er gott að vera laus við þetta. Framundan er vika hagrannsókna sem endar með munnlegu prófi. Ærleg ástæða til að farast úr stressi....
Átti alltaf eftir að setja linka inn á nokkra vini hér í grenndinni, Svandísi í Horsens og þau Magga og Fríðu í Köben, en er sem sagt búin að því núna....miklir öðlingar þar á ferð, enda búa þau í Danmörku :-) Svo er ég búin að fleygja þessu handónýta kommentakerfi og nú er hægt að tjá skoðanir sínar hér enn á ný. Comment away!
Engin orð lýsa handboltaþjáningum mínum þessa dagana. Ekki nóg með það að ég get ekki horft á leikina í sjónvarpinu heldur þarf að hlusta á lýsinguna á Rás 2 hikstandi á veraldarvefnum en þá eru strákarnir okkar sjálfir hálf-hikstandi. En svona er heimur harðra handboltakeppna, you win some you lose some. Einn góðan veðurdag verðum við vonandi IDOL þjóðin í handbolta. |