Hnútur í maganum, fiðrildi í maganum, þungur steinn í maganum!! Já mér líður sem sagt ekki of vel í maganum. Er stöðugt að hugsa um muninn á skriflegum prófum og munnlegum prófum. Núna finnst mér skrifleg próf líkjast því að fara í bíó eða fá gott nudd á axlirnar. Þau eru einfaldlega algjör lúxus m.v. rússíbanann í maganum á mér! Eina manneskjan sem horfir á þig í skriflegum prófum er gömul og krúttleg yfirsetukona og hún ætlast ekki til þess að þú tjáir þig viturlega um námsefnið. Í þessu munnlega prófi munu tveir eldri, ryðgaðir prófessorar hins vegar stara á mig og bombardera spurningum á mig sem ég á víst að svara fljótlega eftir að þeir spyrja. Jæja nú er ég farin í háttinn...góðar stundir :c) |