|
|
Gleði gleði og meiri gleði. Þessi skrif verða eflaust eilítið jákvæðari heldur en magaverkurinn í gær þar sem prófin eru búin og bara endalaus gleði framundan. Þessi munnlegi hryllingur sem ég hafði óttast í 3 mánuði var reyndar alveg jafn óþægilegur og ég hafði búist við. Prófið í morgun var frekar ósanngjarnt og ég er hér með alfarið á móti þessari aðferð til að prófa nemendur. Ég var inni í 15 mínútur og kennarinn kom ekki með eina spurningu um námsefnið heldur níðþungar spurningar varðandi heimaprófið sem við gerðum í desember. En þetta gekk sæmilega og er sem betur fer búið.
Í kvöld er "strákadjamm" þar sem Julie vinkona mín flutti aftur til Parísar í dag og ég sit því eftir með Bjarka og Tod í vinahópnum og verð víst að reyna að vera töffari í kvöld og tala um fótbolta og tölvur :c) Reyndar er ég svo handbolta-óð þessa dagana að það gæti nýst mér í kvöld. Á morgun er svo risapartý í Odense þar sem Binni átti afmæli í gær. Til hamingju elsku Binninn minn!
Í lokinn langar mig að þakka mínum ástkæra fyrir að vera besti prófkærasti sem um getur! Hann hugsaði svo vel um mig á meðan ég var ein í prófum, eldaði góðan mat handa mér og sá um búðarferðir, þvottaferðir og kók/nammi-ferðir. Tusind tak meine liebe! Vona að þið eigið öll frábæra helgi. |
|
| |