|
Birthday boyfriend & birthday girlfriend! Já í dag eru ég og Grétar búin að vera saman í 3 ár. Gaman gaman að eiga afmæli! Þegar ég ákvað fyrir 3 árum að byrja með strák um miðjan janúar þá var það útpælt. Þetta var einfaldlega lang-sniðugasti tíminn til að eiga svona afmæli. Á þennan hátt hefur maður ennþá eitthvað til að hlakka til þegar jólaferlið er búið og þetta birtir upp á annars frekar dræman og kaldan mánuð. Þetta er líka prýðis-afsökun til að eyða peningum þó svo að þeir séu allir búnir á þessum tíma árs. En þetta skipulag mitt fyrir 3 árum kemur heldur betur í bakið á mér núna!! Backstabbing boyfriend plan! Já það er nefnilega alveg glatað að vera í prófum þegar afmæli ber að garði og nú skil ég betur erfðileika allra þeirra barna sem fæddust á prófdögum maí- og desembermánaðar.
En í tilefni dagsins fórum við sem sagt niður á höfn til að sækja nýja örbylgjuofninn okkar sem mágkonur mínar og svili voru svo yndisleg að gefa okkur í jólagjöf. Það verður því örbylgjupopp í afmælismatinn. |
|
|