Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn, ætlar að koma í kvöld.... díddírei dúddíru...já ég fæ í skóinn í kvöld þar sem jólasveinninn gaf Grétari síðustu nótt :-) Síðast þegar ég fékk í skóinn fékk ég uppáhalds Haribo hlaupbangsana mína, nammi namm! Ég dýrka jólasveininn! Jæja nú eigum við bara eftir að sofa 2 nætur hér í yndislegu Árósum. Laugardagsmorgun tökum við lestina eldsnemma til Köben. Fríða og Maggi eru svo frábær að ætla að leyfa okkur að gista eina nótt hjá sér, tusund tak! Í Köben verður að sjálfsögðu farið í jólatívoli og ég hlakka svo til! Einnig verður gott að tylla sér á kaffihús á Strikinu og slappa af. Ég er alveg farin að fá fiðrildi í magann við tilhugsunina um að knúsa alla heima á Íslandi þannig að það verður gott að slaka aðeins á í Kóngsins Köben rétt áður en við förum heim.
Í kvöld á ég stefnumót ársins við nokkra myndarlega og mjög svo hugrakka peyja á "Middle Earth". Stefnumótið byrjar kl. 22 og hér í Árósum er ekki annað hægt en að mæta á deitið á þarfasta þjóninum, hjólinu!! Það er alltaf jafn fyndið að hjóla í bíó en núna er það í raun nauðsynlegt þar sem strætó verður hættur að ganga þegar myndin er búin. Wow ég kvídi því svolítið þegar myndin er búin og ég veit hvernig fer fyrir peyjunum mínum, ég meina er líf eftir Lord of the Rings.....er líf eftir Aragorn?
Litla frænka mín á afmæli í dag en er ekki lengur svo lítil þar sem hún er orðin 18 vetra gömul! Til hamingju með daginn elsku Aldís! Það er sko langbest að vera jólabörn eins og við erum :-) Hlakka til að sjá alla í næstu viku, hej hej! |