My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

sunnudagur, desember 14, 2003
Hej hej! Jæja heldur betur komin tími til að blogga og verður þetta hugsanlega eitt af síðustu bloggum ársins því nú styttist í að við fljúgum norður á Frón, bara vika þangað til við förum, yibbeeeee! En heimaprófið er komið í höfn þar sem við kláruðum það í gær. Það er alveg meiriháttar að vera búin með það og engin próf þangað til 8.janúar. Hópavinnan gekk vonum framar enda alveg frábærir krakkar. Þrátt fyrir að það ætti ekki að vera mjög skemmtilegt að eyða 7 heilum dögum frá morgni til kvölds í hagrannsóknir þá var vikan hin skemmtilegasta og mikið hlegið. Ég hef samt ekki verið svona þreytt lengi eins og ég var síðustu dagana...úff! Nú finnst mér hálfskrítið að tala aftur íslensku allan daginn þar sem ég hef talað ensku stanslaust síðustu vikuna.

En þreytan í gær kom ekki í veg fyrir að Karen færi á jóladjamm! Kláraði verkefnið kl.17 og var mætt í "julefrokost" hérna á kolleginu kl.19. Hefðbundnir danskir jólaréttir voru á boðstólnum og þvílík jólastemning. Ég kom aðeins of seint og fékk sæti alveg á enda borðsins þar sem það var dregið í sæti. Fyrir framan mig sat stelpa sem hefur ekki mætt í þau partý sem hafa verið síðan við fluttum hingað. Fljótlega eftir að við byrjuðum að borða fóru strákarnir að bjóða mér staup. Þá virðist ég hafa einhvern tímann áður verið með einhverjar undarlegar fullyrðingar um að ég væri sko staupdrottning. Ég skil ekki um hvað þeir voru að tala :c) Þessi stelpa fyrir framan mig horfði undarlega á mig þegar að ég byrjaði að grínast við strákana um þessa stauphæfileika mína. Ég tók nokkur staup fyrsta klukkutímann og þessi staup eru algjör viðbjóður, þetta er eitthvað asnalegt ákavíti sem er 45% alkóhól! Heyrðu þessi stelpa virtist bara verða eitthvað öfundsjúk útí þennan tilbúna titil minn sem staupdrottning þar sem hún byrjaði bara að raða í sig staupunum! Í hvert skipti sem hún tók staup þá hellti hún aftur í staupglasið og skoraði á strákana að fá sér meira....svo dásamaði hún hvað þetta bragðaðist nú vel og ég veit ekki hvað. Í hvert skipti sem hún fékk sér meira þá bauð hún mér staup og sagði stundum "hva vill staupdrottningin ekki meira" með einhverju yfirlætisglotti. Mér fannst þetta svo fyndið og ætlaði nú ekki að fara byrja kvöldið á því að þamba 45% ákavíti til að viðhalda titlinum. Heyrðu fljótlega fór hún að heimta af strákunum staðfestingu á þessari getu sinni og Holger (einn af vitleysingunum hérna niðri) bjó til staðfest undirritað skjal sem sagði að hann vissi ekki um neina konu sem gæti staupað eins og hún. Stúlkan sú var að sjálfsögðu orðin blindfull fljótlega eftir að allir voru búnir að undirrita skjalið og kvaddi samkvæmið kl.21. Frekar fyndin stelpan.....þú kallar þig ekki staupdrottningu með því að hella í þig staupum og fara svo upp að sofa 2 tímum síðar! Það getur nú hver aumur drykkjumaður gert það. Ég verð mætt með Hot&Sweet og eplasnafs á næsta ári og sé hvort hún lifi af almennilega staupkeppni! En partýið var alveg frábært og djammað fram eftir nóttu. Þar sem ég hafði greinilega misst einn hæfileika þetta kvöld ákvað ég að ávinna mér annan....og það er í fótboltaspili!!! Það er ekkert smá gaman!! Ég ætla að rústa strákunum í þessu þegar ég hef fengið smá þjálfun hjá Grétari mínum...

Komandi vika fer í lærdóm og jólagjafakaup, alveg nóg að gera á báðum sviðum! Held samt að það séu miklar líkur á að það fari eitthvað lítið fyrir lærdómnum þar sem það er svo gaman að dúlla sér við eitthvað annað, eins og að hlusta á jólalög! Vona að síðustu prófin gangi sem best hjá öllum. Jólakveðjur!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009