My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

þriðjudagur, desember 02, 2003
Bonjour! Hvað segja menn og konur í dag? Ég er mjög hress þar sem síðasti tíminn í rekstrarhagfræði er í dag! Þessi kúrs er alveg búin að vera að gera út af við mig, ekki það skemmtilegasta að mínu mati. Jæja djammið síðustu helgi var alveg frábært. Ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og tjúttaði og twistaði endalaust mikið. Þetta var svo gaman að ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur á svona íslendingasamkomu. Skál fyrir fullveldinu!

Í gær var merkiskvöld þar sem ég og Grétar fórum í fyrsta sinn í bíó hér í Árósum. Við erum orðin svo hrikalega dönsk að við hjóluðum niðrí bæ og keyptum miða á Matrix. Áður en að myndin byrjaði kíktum við á Store Torv (Stóratorg). Í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum var stór rauður borði á jörðinni og fólk búið að setja fullt af kertum ofan á hann þannig að við bættum við tveimur kertum. Þetta var rosalega fallegt og torgið upplýst af kertum. Það er ekki laust við að jólaskapið sé farið að gægjast aðeins fram. Pabbi sendi okkur súkkulaði-jóladagatal og það er mikil athöfn á hverjum degi þegar við opnum glugga híhí. Maður verður nú að varðveita barnið í sjálfum sér, ekki satt? Takk pabbi!

Hey og nú get ég sagt ykkur svolítið sem gerir flesta græna og fjólubláa af öfund. Við ætlum að panta miða í dag á Return of the King annaðhvort 17. eða 18.des. Ég bara get ekki beðið!! Við getum nefnilega pantað miða á netinu ásamt því að velja sæti. Ég ætla að reyna að velja besta sætið í salnum, það má ekkert skyggja á Aragorn! :c)

Jæja nú styttist heldur betur í heimkomu okkar hjónaleysanna. En áður en ég get leyft mér að hlakka of mikið til þá er heimapróf í hagrannsóknum, demit! Við fáum heimaprófið á fimmtudaginn og 5 manna hópurinn minn vinnur það saman. Það mun taka okkur rúma 10 daga. Í hópnum eru 2 Íslendingar, Ameríkani, Frakki og Kínverji - bara heilt öryggisráð! Ég mun nánast búa með þessu fólki á meðan á verkefninu stendur þannig að maður verður orðinn nett ruglaður þegar því lýkur, kannski ég biðji Kínann að kenna mér eitthvað í kínversku!

Til hamingju með afmælið elsku Biggi!! Vonandi áttu góðan dag í faðmi sætu fjölskyldunnar. Gangi þér vel með lokaverkefni og prófin.
Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir heiðarleika, krafti og metnaði og hefur yfirleitt mikil áhrif á umhverfi þitt. Nánustu sambönd þín skipa óvenju stóran sess í lífi þínu á komandi ári.

Jæja best að fara lokka krakkana í hádegismat. Já by the way, við erum búin að setja inn nýjar myndir!! Gangi ykkur öllum vel að læra og munið að brosa í amstri dagsins :c)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009