Vó hvað er gaman að hafa fólk í heimsókn, get alveg vanist þessu :c) Mér tókst að sjálfsögðu að eyða annarra manna peningum í föt í dag þannig að á morgun get ég eytt mínum eigin peningum í föt, ha ha. Annars ætlaði ég bara að óska Ingu innilega til hamingju með afmælið! Núna eru allar uppáhalds Reykjavíkur-pæjurnar mínar í afmæliskaffi hjá henni og það er ekki laust við að manni langi að kíkja til þeirra. Um afmælisbarnið segir stjörnuspáin:
Afmælisbarn dagsins: Þú ert örugg og skapandi og óhrædd við að koma þér á framfæri. Þú þarft að hnýta lausa enda áður en þú byrjar á einhverju nýju. |