My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

laugardagur, nóvember 15, 2003
Hejsa! Jæja nú erum við enn á ný tvö ein í kotinu. Það er bara mjög fínt, það er hörkuvinna að hafa gesti! Nei nei, smá grín, það var frábært að hitta alla. Við fengum margar glæsilegar innflutningsgjafir og þökkum kærlega fyrir okkur. Litla kotið á Dybbolvej verður krúttlegra með hverri vikunni sem líður. Í kvöld var Lord of the Rings-Two Towers kvöld hjá okkur ásamt almennilegu bash-outi, nammi og kók! Við fengum myndina lánaða á DVD af því við gátum bara ekki beðið eftir "extended version" sem kemur í næstu viku. Þá verður samt annað og enn betra Two Towers kvöld þar sem sú útgáfa verður keypt undir eins!

Annars erum við í nettu sjokki vegna mjög undarlegrar heimsóknar sem við fengum áðan. Málið er að það er strákur frá Pakistan með mér í bekk sem er frekar skrítinn. Hann hefur verið með undarlega takta í skólanum alveg síðan við byrjuðum. Hann á enga vini og virðist eiga erfitt með námið. Fyrsta daginn settist ég við hliðina á honum og við töluðum aðeins saman. Síðan heilsumst við alltaf og hann hefur stundum talað við okkur krakkana. Heyrðu áðan birtist hann bara hérna heima! Dyrabjöllunni frammi á gangi var hringt og ég fór til dyra. Ég gjörsamlega fraus, ég hefði alveg eins getað séð draug. Hann er svo creepy. Hann stóð bara þarna og sagði ekki neitt. Ég spurði hann hvernig hann fékk heimilisfangið mitt og hann sagði bara að hann hefði fengið það. Hann bað um vatnsglas og þegar hann sá að Grétar var eitthvað að fikta við nýju myndavélina heimtaði hann að Grétar tæki mynd af sér! Ég spurði hann af hverju hann væri hérna og hann svaraði ekki. Svo bara allt í einu rétti hann mér glasið og umlaði "have a good day" og labbaði í burtu. Halló! Við erum skíthrædd um að hann sé einhver klikkhaus sem fari að venja komur sínar hingað. Maður er ekki beint rólegur. Ég gat bara ekki hugsað mér að bjóða honum inn, ég meina hver mætir bara óboðinn heim til nánast ókunnugrar bekkjarsystur sinnar! Mér líst bara ekkert á þetta og veit ekki alveg hvort ég eigi að segja eitthvað við hann á mánudaginn. Það væri nú frekar spes fyrir hina í bekknum að heyra mig segja við hann í frímínútunum "Why did you come to my house on Friday, I don't want you showing up at my house, leave me alone". Ég vildi ég ætti hafnaboltakylfu til að geyma undir rúminu á næturnar!

En snúum okkur að gleðilegri hlutum, hún Ragnhildur átti afmæli í gær (þar sem kl. var að skríða yfir miðnætti) og óska ég henni til hamingju með daginn. Vonandi áttu frábæra afmælishelgi elskan mín :-)
Afmælisbarn dagsins: Þú ert heiðarleg og athugul og vilt kanna heiminn í kringum þig. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera á því næsta.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009