|
|
Góðan fimmtudag gott fólk. Þessi vika hefur verið ein af bestu vikum ársins þar sem pabbi og Marteinn hafa verið hér í Árósum. Þeir fara því miður á laugardaginn en sama dag koma mamma og Jón. Hef skipulagt það að knúsa mömmu mína a.m.k. 30 sinnum á dag til að nýta tímann sem best. Annars höfum við pabbi ekki gert mikið annað en að hafa það gott hérna á Grenavej Kolleginu, kíkja í bæinn í búðir og á kaffihús. C'est la vie! Um helgina ætla ég hins vegar að reyna eins og ég get að eyða einhverjum peningum í föt til að nýta tækifærið að hafa mömmu í búðarráp. Hún er besta "reyna-að-hjálpa-Karen-ad kaupa-föt-manneskjan" sem ég þekki :-)
Hey hér kemur önnur hjólasaga. Ég var að hjóla úr skólanum áðan með fína vasadiskóið mitt þegar ég dett inn á útvarpsstöð með íslenskum útvarpsþætti! Skyndilega hljómar bara Írafár í eyrunum á mér. Mín hækkaði sko í botn og jók hraðann um þriðjung. Mér fannst allt í einu eins og ég væri komin heim þegar eyrun á mér fylltust af Birgittu og "Allt sem ég sé". Þegar ég fattaði að ég var að hjóla heim úr skólanum í byrjun nóvember (ekki að fara að ske á Fróni) var ég fljót að átta mig á að ég var í útlandinu og Birgitta langt í burtu buhu :-)
Ég er búin að átta mig á því að ef eldhúsborðið er frekar lítið, óspennandi og á óaðlaðandi stað í íbúðinni þá borðar maður minna yfir daginn! Maður nennir einfaldlega ekki að setjast við eldhúsborðið. Þetta þýðir samt ekki að ég hafi grennst neitt hérna þar sem það er stutt í sófaborðið sem er einmitt beint fyrir framan sjónvarpið :c) |
|
| |