|
|
Hej hej! Þetta hefur svei mér verið viðburðarík og ekki átakalaus vika. I've been out "pakistan hunting". Pakistanski brjálæðingurinn ákvað að hringja nokkrum sinnum í mig síðustu helgi þar sem hann sagði að hann hefði saknað mín um helgina og tjáði mér ást sína. Hann bað mig m.a.s. að klæðast einhverri ákveðinni peysu í skólanum, þvílík og önnur eins ósvífni! Ég sagði honum til syndanna eftir tíma sl. mánudag og bað hann um að láta mig vera. Á þriðjudaginn komst ég að því að hann hefur verið að áreita a.m.k. 2 aðrar stelpur. Sendir stelpu sem heitir Malena reglulega email þar sem hann segist elska hana. Einnig keypti hann handa henni vetrarjakka sem hún að sjálfsögðu afþakkaði. Hin stelpan er færeysk og er doktorsnemi. Hann er alltaf að birtast á skrifstofunni hennar og fá sér vatn úr vatnsbrúsanum hennar! Þokkalega psycho gaur! Við ákváðum að best væri að tilkynna þetta svo gaurinn fengi að heyra það. Við fórum því til yfirmanns deildarinnar og sögðum frá þessu öllu. Svo talaði deildarforsetinn við Paka í gær. Nú er bara að sjá hvort freaky láti segjast. Annars er kominn tími á að Karen kicks pakistani ass, með smá hjálp frá Grétari og hans rammíslenska hnefa :c)
En við látum nú ekki herra "stalker" koma í veg fyrir smá djamm. Ég fór sl. þriðjudagskvöld með vinum úr skólanum út að borða á pizzastað. Svo fórum við á Mellow Café á Alþjóðastúdentakjallaranum. Þar var ódýr bjór teigaður. Alveg frábært að kíkja út með krökkunum. Í kvöld verður síðan ærlegt íslendingadjamm. Fullveldishátíð er skipulögð af stúdentafélaginu í Árósum og ætla íslenskir stúdentar að fjölmenna og tjútta saman. Það verður m.a.s íslensk hljómsveit : Bjórbandið! Ég og Bjarki bekkjarbróðir ætlum að fara og djamma að íslenskum sið :c)
Vona að þið eigið öll góða helgi og gangi ykkur vel að læra þið sem eruð í próflestri. Þúsund kossar frá Arhus. Hej hej! |
|
|
Það eru kosningar í skólanum þannig að kl.9 í morgun var ég að drekka jólaglögg! Frekar mikið nice. Svo í hádeginu fékk ég eplabollur með sultu og flórsykri nammi namm. Nú er ég alveg að springa,úff. Alveg til í að hafa kosningar oftar :-) Annars er langur skóladagur í dag og svo er komið helgarfrí. Góða helgi!
Jón Þór er 13 ára í dag, til hamingju með daginn elsku frændi!! Vona að þú eigir frábæran dag og að þér gangi vel í síðasta prófinu. Góða skemmtun um helgina :-) Þess má geta að Jón Þór er með lægstu forgjöf af öllum golfiðkendum sem ég þekki (smá skot á karlkyns vini mína he he) enda er þar á ferð mikill golfmeistari. |
|
|
Það var ekkert smá erfitt að fara á fætur í morgun, hvað er málið? Af hverju get ég ekki verið svona manneskja sem á geðveikt auðvelt með að vakna kl.8 alla morgna. Þar sem það er enginn skóli á miðvikudögum er svo freistandi að sofa aðeins lengur. Það var ekki fyrr en ég heyrði Grétar segja við mig frammi á gangi að "kaffi væri lykillinn að öllu" að ég drattaðist framúr :c) Annars vorum við með matarboð í gærkvöldi þar sem Helga vinkona okkar kíkti í mat. Guð mér finnst ég vera svo fullorðinn að bjóða fólki í mat! Þá fyrst er maður orðin kona híhí Eftir matinn og ís í eftirrétt horfðum við saman á fyrstu Matrix myndina, ú ú frekar mikið töff. Svo ætlum við að sjá aðra myndina aftur áður en við förum á þriðju myndina í bíó.
Talandi um kvikmyndir þá kom ég við í Kvickly á leiðinni heim úr skólanum í gær og ætlaði bara rétt að kaupa salsasósu og te (já við erum orðin eins og verstu Bretar og drekkum te!). Þegar minns var að þramma í átt að þeim sem rukka fyrir vörurnar sáu gagnaugun svolítið sem kom mér til að snarhemla á staðnum. Já já sumir giskuðu rétt! Lord of the Rings Two Towers extended version kom líka út hér í gær yibbee yey. Stutta búðarferðin varð því 5.000 kr. búðarferð! Það verður allsherjar Lord kvöld næstu helgi (höfum ekki tíma til að horfa á hana fyrr) og ég bara get ekki beðið. Áfram Frodo! I like you very much Aragorn! Ég má sko vera skotin í Aragorn af því að Grétar er skotinn í Trinity:-)
Annars var ég að klára að lesa bókina "Destiny of Souls". Þannig að nú veit ég um allt sem er í gangi þarna "hinum megin" og af hverju í veröldinni við erum að spígspora hérna á jörðinni. Mjög áhugaverð og spennandi bók. Ég mæli eindregið með að fólk lesi hana, sérstaklega ef það trúir á líf eftir dauðann.
Til hamingju með afmælið elsku Hanna Valdís! Vona að þú eigir yndislegan afmælisdag og líðir vel í Amsterdam. Stjörnuspáin hefur nú sjaldan átt jafn vel við og þessi:
Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfsörugg og vilt leggja þitt að mörkum til að breyta heiminum. Á komandi ári muntu ljúka mikilvægum kafla í lífi þínu.
Vel á minnst, fyrir þá sem hafa annaðhvort ekki lesið bloggið hans Grétars eða ekki tekið eftir fína mynda-linknum hér til hægri þá höfum við sett inn myndir sem nýja flotta stafræna myndavélin okkar (og myndavélar fólks á kolleginu) tóku. |
|
|
Hejsa! Jæja nú erum við enn á ný tvö ein í kotinu. Það er bara mjög fínt, það er hörkuvinna að hafa gesti! Nei nei, smá grín, það var frábært að hitta alla. Við fengum margar glæsilegar innflutningsgjafir og þökkum kærlega fyrir okkur. Litla kotið á Dybbolvej verður krúttlegra með hverri vikunni sem líður. Í kvöld var Lord of the Rings-Two Towers kvöld hjá okkur ásamt almennilegu bash-outi, nammi og kók! Við fengum myndina lánaða á DVD af því við gátum bara ekki beðið eftir "extended version" sem kemur í næstu viku. Þá verður samt annað og enn betra Two Towers kvöld þar sem sú útgáfa verður keypt undir eins!
Annars erum við í nettu sjokki vegna mjög undarlegrar heimsóknar sem við fengum áðan. Málið er að það er strákur frá Pakistan með mér í bekk sem er frekar skrítinn. Hann hefur verið með undarlega takta í skólanum alveg síðan við byrjuðum. Hann á enga vini og virðist eiga erfitt með námið. Fyrsta daginn settist ég við hliðina á honum og við töluðum aðeins saman. Síðan heilsumst við alltaf og hann hefur stundum talað við okkur krakkana. Heyrðu áðan birtist hann bara hérna heima! Dyrabjöllunni frammi á gangi var hringt og ég fór til dyra. Ég gjörsamlega fraus, ég hefði alveg eins getað séð draug. Hann er svo creepy. Hann stóð bara þarna og sagði ekki neitt. Ég spurði hann hvernig hann fékk heimilisfangið mitt og hann sagði bara að hann hefði fengið það. Hann bað um vatnsglas og þegar hann sá að Grétar var eitthvað að fikta við nýju myndavélina heimtaði hann að Grétar tæki mynd af sér! Ég spurði hann af hverju hann væri hérna og hann svaraði ekki. Svo bara allt í einu rétti hann mér glasið og umlaði "have a good day" og labbaði í burtu. Halló! Við erum skíthrædd um að hann sé einhver klikkhaus sem fari að venja komur sínar hingað. Maður er ekki beint rólegur. Ég gat bara ekki hugsað mér að bjóða honum inn, ég meina hver mætir bara óboðinn heim til nánast ókunnugrar bekkjarsystur sinnar! Mér líst bara ekkert á þetta og veit ekki alveg hvort ég eigi að segja eitthvað við hann á mánudaginn. Það væri nú frekar spes fyrir hina í bekknum að heyra mig segja við hann í frímínútunum "Why did you come to my house on Friday, I don't want you showing up at my house, leave me alone". Ég vildi ég ætti hafnaboltakylfu til að geyma undir rúminu á næturnar!
En snúum okkur að gleðilegri hlutum, hún Ragnhildur átti afmæli í gær (þar sem kl. var að skríða yfir miðnætti) og óska ég henni til hamingju með daginn. Vonandi áttu frábæra afmælishelgi elskan mín :-)
Afmælisbarn dagsins: Þú ert heiðarleg og athugul og vilt kanna heiminn í kringum þig. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera á því næsta. |
|
|
Vó hvað er gaman að hafa fólk í heimsókn, get alveg vanist þessu :c) Mér tókst að sjálfsögðu að eyða annarra manna peningum í föt í dag þannig að á morgun get ég eytt mínum eigin peningum í föt, ha ha. Annars ætlaði ég bara að óska Ingu innilega til hamingju með afmælið! Núna eru allar uppáhalds Reykjavíkur-pæjurnar mínar í afmæliskaffi hjá henni og það er ekki laust við að manni langi að kíkja til þeirra. Um afmælisbarnið segir stjörnuspáin:
Afmælisbarn dagsins: Þú ert örugg og skapandi og óhrædd við að koma þér á framfæri. Þú þarft að hnýta lausa enda áður en þú byrjar á einhverju nýju. |
|
|
Góðan fimmtudag gott fólk. Þessi vika hefur verið ein af bestu vikum ársins þar sem pabbi og Marteinn hafa verið hér í Árósum. Þeir fara því miður á laugardaginn en sama dag koma mamma og Jón. Hef skipulagt það að knúsa mömmu mína a.m.k. 30 sinnum á dag til að nýta tímann sem best. Annars höfum við pabbi ekki gert mikið annað en að hafa það gott hérna á Grenavej Kolleginu, kíkja í bæinn í búðir og á kaffihús. C'est la vie! Um helgina ætla ég hins vegar að reyna eins og ég get að eyða einhverjum peningum í föt til að nýta tækifærið að hafa mömmu í búðarráp. Hún er besta "reyna-að-hjálpa-Karen-ad kaupa-föt-manneskjan" sem ég þekki :-)
Hey hér kemur önnur hjólasaga. Ég var að hjóla úr skólanum áðan með fína vasadiskóið mitt þegar ég dett inn á útvarpsstöð með íslenskum útvarpsþætti! Skyndilega hljómar bara Írafár í eyrunum á mér. Mín hækkaði sko í botn og jók hraðann um þriðjung. Mér fannst allt í einu eins og ég væri komin heim þegar eyrun á mér fylltust af Birgittu og "Allt sem ég sé". Þegar ég fattaði að ég var að hjóla heim úr skólanum í byrjun nóvember (ekki að fara að ske á Fróni) var ég fljót að átta mig á að ég var í útlandinu og Birgitta langt í burtu buhu :-)
Ég er búin að átta mig á því að ef eldhúsborðið er frekar lítið, óspennandi og á óaðlaðandi stað í íbúðinni þá borðar maður minna yfir daginn! Maður nennir einfaldlega ekki að setjast við eldhúsborðið. Þetta þýðir samt ekki að ég hafi grennst neitt hérna þar sem það er stutt í sófaborðið sem er einmitt beint fyrir framan sjónvarpið :c) |
|
| |