My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

mánudagur, október 06, 2003
Þvílíkur kraftur í manni á mánudagsmorgni! Hjólaði í skólann rétt fyrir kl.8 í morgun í 5 stiga hita, brrr! Hjólaði svo heim eftir tímann og mun hjóla aftur í tíma kl.2. Uss hvað maður er á leiðinni að fá kvef. Annars var helgin alveg fín enda var fyrsta partýið hér á kolleginu. Það borðuðu allir saman áður en partýið hófst og síðan var bjórinn teigaður! Þetta var mjög gaman og maður reyndi eftir bestu getu að babla einhverja vitleysu á dönsku. Ég drakk bjórinn hins vegar aðeins of hratt í þeirri von að áfengismagnið myndi liðka aðeins um danska málbeinið mitt. Endaði hins vegar ekki svo vel þar sem mín er greinilega ekki með of mikið úthald hérna í Arhus :-/ En það eru alveg frábærir krakkar sem búa hérna með okkur og nokkrir alveg nett ruglaðir. Grétar búin að finna sér sína líka :-)

Gleðifréttirnar í dag eru þær að haustfríið byrjar næsta fimmtudag. Ég verð í fríi frá 10.-20. október, þvílíkur lúxus! Við ætlum að fara til Kaupmannahafnar á föstudaginn og verðum þar yfir helgina. Rúmlega þriðjungur föðurfjölskyldu minnar (Axel, Þórunn, Íris og Gylfi) verða í Köben um helgina og hlakka ég endalaust mikið til að hitta þau, enda algjörir meistarar þar á ferð. Svo er hún Begga frænka að stúdera tannlækninn þar þannig að það verður bara allsherjar family reunion næstu helgi, júhú!

Elsku Marteinn skápabbi minn á afmæli í dag og er hann hinn mesti og besti snillingur. MBL hefur hárrétt fyrir sér þar sem Marteinn bætir líf okkar Grétars á hverjum degi og oft á dag! Til hamingju með afmælið og vonandi áttu frábæran dag ;c)

Afmælisbarn dagsins: Þú hefur háleit markmið og vilt bæta líf þitt og þinna nánustu. Um leið ert þú með báða fætur á jörðinni. Þú munt ávallt eiga góða vini. Næsta ár býður upp á ýmsa möguleika, sem leiða munu í nýjar áttir.

Ég vona að vikan byrji dásamlega hjá ykkur öllum :-)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009