My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

miðvikudagur, október 15, 2003
Í tilefni af því að það er fimmtudagur á morgun og ég hef ekki lesið eina blaðsíðu síðan Kartöflufríið byrjaði er best að blogga um bestu Köben-helgi í heimi! Fyrst vil ég óska öllum þeim sem tóku litaprófið hér að neðan til hamingju með hversu frábærir persónuleikar þau eru, ég þekki greinilega bara yndislegt fólk :-)

Föstudagur: Við mættum til Köben í hádeginu á föstudaginn og fórum auðvitað strax á Strikið og settumst á kaffihús. Þetta var frekar fyndið þar sem við sátum í glugga þannig að við gátum horft út á mannlífið á Strikinu og fólk starði til baka á okkur eins og við værum gínur! Við ætluðum að sitja þarna þangað til að Íris, Axel og co. myndu labba framhjá. Við hugsuðum sem svo að þau hlytu bara að vera á Strikinu eins og sönnum túristum sæmir þannig að ef við myndum stara nógu lengi á fólkið þá myndum við finna þau. Eftir smá stund vorum við búin að steingleyma planinu vegna þess hvað við töluðum mikið saman (gátum ekkert talað í lestinni). Allt í einu litum við út um gluggann og þar stóðu Axel og Gylfi og vinkuðu okkur og hlógu. Þeir fundu þá okkur sitjandi í einhverjum glugga! Við hittum síðan allan hópinn á Dubliner. Það var meiriháttar að hitta þau! Við kíktum upp á Plaza hótel þar sem þau gistu og gaf Íris okkur íslenskt nammi og íslenskt brennivín (ætlum að gefa Dönunum á kolleginu að smakka í Tour de Chambres 1. nóv!) Einnig fékk ég pakka frá ömmu Beggu sem innihélt rosalega flottan svartan bol með íslenska skjaldarmerkinu. Takk elsku besta amma og elsku besta Íris og Gylfi. Um kvöldið voru þau svo yndisleg að bjóða okkur út að borða á grand franskan veitingastað. Ástarþakkir fyrir okkur, kvöldið var meiriháttar! Eftir matinn var litið inn á málverkasýningu hjá Sossu og nú veit ég hvað mig langar í jólagjöf :-) Ásamt Beggu frænku var stefnan tekin á geggjaðan kokkteilbar þar sem við hittum Odense-skötuhjúin Fríðu og Binna. Súper-dejligt að hitta þau. Eftir ljúffengan Strawberry-Daiquiri kokkteil og erfiðleika við að feta okkur um á þessum undarlega stað (það voru fjalir og sandur á gólfinu!) fórum við á annan stað og síðan heim á leið í næturstrætó.

Laugardagur: Eftir óralanga leit að stað til að horfa á landsleikinn enduðum við ásamt Írisi og co. á kollegi í Herlef ásamt hundrað Íslendingum að horfa á leikinn. Helvítis heimadómari!! Það skemmtilegasta við leikinn var að þar hittum við Magga og Fríðu!! Þetta er svo lítið land :-) Eftir leikinn fórum við með Magga og Fríðu út að borða á ítalska veitingastaðinn hennar Beggu....ofurcozy staður! Síðan var Köben-djammið tekið. Við hittum Beggu og Önnu vinkonu hennar eftir matinn og byrjuðum á nokkrum kokkteilum á strandstaðnum. Síðan fórum við á Sítrónuclub (staðurinn hét Lemon) þar sem við létum freistast af auglýsingu þar sem á stóð "gratis øl" og "fri entré". Það vildi svo vel til að staðurinn var alveg meiriháttar! Það var nefnilega hægt að kaupa 12 skot á 100 kr.!! Þvílík snilld fyrir Karenínu! Ég kom því að sjálfsögðu til leiðar að það yrði staupkeppni (6 skot á mann) þar sem við frænkurnar rústuðum keppninni!! Það var drukkið, hlegið, drukkið og dansað alveg fram á rauða nótt. Ég hef ekki skemmt sér svona vel í háa herrans tíð. Ég hló mig máttlausa að því hvað litla frænka mín getur verið létt-bilalin á djamminu (biluð og galin í einu orði) :-) Kvöldið var sem sagt ofurskemmtilegt og get ég ekki beðið eftir því að djamma aftur með Önnu, Beggu, Magga og Fríðu.....Takk fyrir okkur!

Sunnudagur: Úff hvað við vöknuðum kát í dag he he. Drösluðum okkur niður á Strik og beint á kaffihús að sjálfsögðu, hvað annað? Eftir að hafa kvatt Írisi, Axel og friends með tárum hittum við Beggu, Önnu, Binna og Fríðu og fengum við okkur Burger King sem var viðbjóðslegur! Um kvöldið fórum við á Bad Boys 2 sem var fín en aðeins of mikið af einhverju ógeði takk fyrir. Ætli siðferðiskenndin hafi eitthvað aukist með aldrinum?

Mánudagur: Eftir að hafa sofið forever hittum við Birgi og Önnu í bænum og fórum að sjálfsögðu beint á kaffihús á Strikinu :-) Síðan var farið á McDonalds þar sem we said good-bye eftir yndislega helgi. Um kvöldið var síðan lestin tekin heim, enn og aftur í hvileplads! Mig langar að þakka Láru Kristínu og Palla fyrir gistinguna í Köben, það fór rosalega vel um okkur :o)

Til hamingju elsku Biggi, Ingibjörg og Birkir Snær með skírnina! Litli prinsinn fékk hið fallega nafn Birkir Snær Brynleifsson og getið þið kíkt á sætasta strákinn í Vesturbænum hér til hægri. Ég hef einnig bætt við linkum á bloggið hans Gumma Björns UK-peyja, blogg Önnu Keflavíkurpíu og heimasíðu Írisar bestu frænku. Njótið nú lok vikunnar gott fólk og eigið frábæra helgi.... ;)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009