|
|
Skólinn er byrjaður á ný eftir frábært haustfrí. En mikið ofboðslega var erfitt að rífa sig á lappir í morgun til að fara í hagrannsóknir kl.8, þetta var algjör pína! Þó svo að haustfrí eigi eflaust að hafa þau áhrif að maður mæti endurnærður til baka þá finnst mér bara helmingi erfiðara að byrja á öllu aftur, hefur alveg öfug áhrif á mig :-) Æi maður getur verið svo latur stundum! En nú er samt mikilvægt að lesa yfir sig þar sem pabbi og Marteinn koma eftir 2 vikur!! Þegar þeir fara koma mamma og Jón í heimsókn. Yibbee og aftur yibbee! Þá verður sko ekki lært heldur bara knúsast út í eitt :o)
Annars var seinni helmingur frívikunnar mjög þægilegur. Það var bara sofið út alla daga og haft það cozy. Eftir þetta ofurdjamm sem var tekið í Köben ákváðum við hjónaleysin að taka því rólega um helgina. Reyndar fórum við í matarboð til Helgu vinkonu hans Grétars. Það var meiriháttar gaman og kann sú stelpa að elda mun betri mat heldur en ég. Ég kann sko sannarlega að viðurkenna mína veikleika!
Ég er bara full af kvebba! Úff hvað það er vont að vera nebbmæltur :c) Hvað er málið með þessar skyndilegu kvefárásir á mig? Ég fæ ekki kvef í 3 ár og núna herjar það á mig annan hvern mánuð! Það gæti reyndar verið að þetta tengist eitthvað því að ég er farin að hjóla núna við frostmark! Það sem maður leggur á sig til að hreyfa sig og spara strætópening! Mér finnst ég bara vera duglegasta stelpan í Árósum. Reyndar er eins gott að maður hreyfi sig almennilega þessa daga þar sem eldhússkápurinn er sæmilega fullur af íslensku nammi.....
Staðan í hinni geysivinsælu kortasamkeppni hefur heldur betur breyst síðan ég sagði frá síðast. Ég hef sett 14 kort í póstkassann og inn um lúguna mína hafa komið 14 kort! Þannig að pabbi hefur pínulitla yfirburði, demit! Það má hins vegar kenna dönsku póstþjónustunni um hluta af þessari staðreynd þar sem kortin eru greinilega lengur að fara norður heldur en suður =) Það verður samt sem áður ekki alslæmt þó ég tapi samkeppninni þar sem Grétar fékk þá snilldarhugmynd að hengja upp kortin frá pabba inn í svefnherbergi. Hann er nefnilega með mjög flott stjörnuþema þar sem fjöldi stjarna á kortinu segir til um fjölda korta. Ef ég tapa og verð að bjóða pabba út að borða má líta á það sem fjárfestingu í fallegu málverki. Stjörnurnar lýsa upp svefnherbergið líkt og þær gera við næturhúmið á vetrarnóttu. |
|
| |