|
Heitt: Pokinn af Þristum sem pabbi Clarence sendi okkur....nammi namm!
Horfa á góða bíómynd undir flísteppi.
Vakna við ilminn af kaffinu sem Grétar er að hella upp á....alveg eins og í auglýsingum!
Bara vika í að ég hitti pabba og Martein og 2 vikur þangað til ég hitti mömmu og Jón.
Bráðspennandi kortasamkeppni.
Partý í kvöld hjá Svandísi og Snorra.
Harry Potter & Lord of the Rings
Kalt: Flugvirkjar sem þykjast ætla að fara í verkfall á þriðjudaginn.
Verkfall flugvirkja sem myndi valda því að pabbi minn kæmist ekki til mín :-(
Grenjandi rigning þegar ég er að hjóla.
Kvef og hor!
Vikuleg verkefni í hagrannsóknum.
Heill laugardagur sem fer í að læra hagrannsóknir.
Þegar ég opna hotmailið og sé að það er enginn póstur.
Í dag útskrifast Ragnhildur vinkona úr Háskóla Íslands með B.Sc. próf í hagfræði. Innilega til hamingju elsku Ragnhildur með áfangann og árangurinn! Góða skemmtun í kvöld :-) |
|
|