|
Þetta hefur verið hinn allra ljúfasti sunnudagur. Í staðinn fyrir að nýta sér það að við græddum einn klukkutíma í nótt og læra þennan aukaklukkutíma þá erum við bara búin að liggja í leti. Horfðum á The Fellowship of the Ring og er ég þá búin að sjá hana 6 sinnum held ég :-) Annars var rosalega gaman í partýinu í gær. Reyndar fékk ég nokkur súper-sterk staup hjá henni Svandísi sem fóru aðeins illa með mig. Það sýndi sig kannski að við erum til í að leggja mikið á okkur til að komast í partý þar sem við vorum 2 tíma á leiðinni í partýið!! Við héldum að lestin til Horsens færi kl. hálf 8 og vorum mætt niður á lestarstöð rétt eftir 7. Þá kom í ljós að lestin fór ekki fyrr en kl. 8. Við vorum því komin til þeirra nákvæmlega 2 tímum eftir að við yfirgáfum Dybbolvej :-)
Á föstudagskvöldið horfðum við á dvd-mynd sem við vorum að kaupa og er þetta ein besta kvikmynd allra tíma. Ég er þá búin að horfa á hana 4 sinnum. Kvikmyndagetraun dagsins felst í því að giska hvaða mynd þetta er, hvað heita aðalleikararnir og nefnið tvær aðrar myndir sem þeir hafa leikið í. Aðalsetning myndarinnar ætti helst að vera einkunnarorð allra en hún hljómar svo "The best thing you'll ever learn is just to love and be loved in return". Þar sem þetta er mjög einfalt eru því miður engin verðlaun í boði nema titillinn "sigurvegari kvikmyndagetraunar Karenínu" :-)
Dröfn vinkona hljóp maraþonið í Washington í dag (eða er kannski að hlaupa núna). Áfram Dröfn! Fyrir þá sem ekki vita þá er maraþon 42 km. þannig að þetta er mikið afrek hjá stelpunni. Þið getið kíkt hér til að sjá hvernig gekk og myndir af dömunni þegar hún kemur í mark.
Flugvirkjar eru ekki vinir mínir og þykjast vera í einhverri pattstöðu. |
|
|