My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

þriðjudagur, september 30, 2003
Uss nú er ég formlega komin í fullorðinna manna tölu! Það eru blendnar tilfinningar við að neyðast loksins til að kalla sig fullorðna konu. Við keyptum nefnilega kaffivél í dag! Já og það bara hlýtur að vera að þá verði maður fullorðinn. Eina tegund mannfólks sem er nógu vitlaus til að drekka þetta sull eru nefnilega fullorðnir. Já og ég er farin að drekka kaffi a.m.k. þrisvar í viku og er því hluti af þessum ógáfulega hóp. Ég verð allavega hætt að drekka kaffi fyrir 40 ára!

Heyrðu ég verð nú að viðurkenna að ég er ofursvekkt yfir því að missa af þessum Idol þáttum heima. Vá hvað mig langar að sjá þessa þætti! Ég er búin að heyra frá nokkrum að þeir séu fyndnir, skemmtilegir og pínlegir, allt í senn! Hver býður sig nú fram til að taka upp þessa þætti fyrir okkur skötuhjúin sem erum ekki með nógu öflugt loftnet til að ná Stöð 2! Þeir sem taka að sér þetta göfugmannlega verk fá ríkuleg verðlaun. Í boði eru veglegar móttökur þegar/ef sá hinn sami kemur til Árósa. Þessi góðhjartaða kona/maður fær einnig út að borða á Subway og verður boðið í afmælið mitt um jólin! :-)

Það er bara mánuður þangað til pabbi og Marteinn koma að heimsækja okkur! Vá hvað ég get ekki beðið, ég hlakka svo til að sjá þá. Þeir eru nefnilega á topp-5 listanum mínum yfir besta og skemmtilegasta fólk á þessari jarðkringlu. Já og þú kæri vinur átt möguleika á að komast inn á þennan lista ef þú tekur upp Idol fyrir okkur. Þeir sem lesa þetta og ákveða að vilja/nenna ekki að taka upp Idol fá samt þónokkur stuðprik ef þeir labba núna útí næstu búð, kaupa risagrænan Ópal, labba út á næsta pósthús og skrifa heimilisfangið mitt á pakkann :-)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009