My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, september 12, 2003
Sæl og blessuð öllsömul. Í dag er ég mjög hress, enda er föstudagur! Hins vegar var ég ekki jafn hress í leikjafræðitíma kl. 8 í morgun (á meðan þið flest steinsváfu). Ég átti að vera í fríi á föstudögum en franski kennari minn (sem er ekki lengur í náðinni) færði einn fyrirlestur yfir á föstudag kl. 8! Þvílík pína! Ég er einnig kl. 8 á mánudagsmorgnum þannig að helgarnar eru vel innrammaðar :-) Kostirnir við þetta eru þó þeir að maður hunskast á lappir frekar en að sofa fram að hádegi, eins og hún vinkona mín Pollýanna benti mér á :-)

Ég keypti mér hjól um daginn, alveg rosalega flott! Það er mosagrænt, með svartri körfu framan á og bögglabera að aftan. Ég komst hins vegar að því að ég er í engu formi!! Eftir hjólaferðir síðustu daga líður mér eins og ég hafi dottið 50 sinnum á rassinn í röð. Ég sem hélt að ég væri með öfluga rass- og lærvöðva eftir allar gönguferðinar frá húsinu og útí bíl og aftur til baka, þegar ég var á Íslandi. Ég er mikið að spá í að skila hjólinu og kaupa mér 2 árskort hjá Strætisvögnum Árhúsborgar! Ef ég ákveð að þrauka og athuga hvort þessir "fake" vöðvar fari eitthvað að styrkjast þá ætla ég svo sannarlega að borða yfir mig af góðgæti þegar ég kem heim um jólin og sitja á rassinum allan tímann....svona svo ég verði ekki of mössuð :-)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009