Ný vinnuvika er hafin og hvað er betra en að byrja hana á yndislegum mánudegi þar sem maður sefur yfir sig/skrópar í hagrannsóknum kl.8. Þetta er einfaldlega ókristilegur tími til að fara á fætur og hjóla í skólann. Helgin var einstaklega róleg og cozy, enda átti að ná upp lestri og sofa mikið! Hvort tveggja gekk bærilega þó svo að aðeins meiri áhersla hafi verið lögð á svefnþáttinn :c)
Elsku Biggi og Ingibjörg, innilega til hamingju með 3 ára sambands-afmælið. Gangi ykkur alveg rosalega vel með að samtvinna umönnun litla prinsins, heimili, skóla og ástarsamband (ekki endilega í þessari röð). Ef einhver getur það þá eruð það þið :-) Njótið dagsins! |