My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

fimmtudagur, september 18, 2003
Nú er nóg komið af umfjöllun um afmælisbörn vikunnar og við snúum okkur að enn fleiri hjóla- og eldamennsku frásögnum. Það er greinilega frekar rólegt hér í Árósum víst að það er það eina sem ég get mögulega skrifað um. Ég er kannski bara með ritstíflu eins og bestu höfundar geta nú lent í. Gleymum ekki henni JK Rowling sem var 2 ár með Harry Potter og Fönixregluna sem er 1 ári lengur en tók að skrifa hin snilldarverkin fjögur. Þannig að ég á enn sjéns!

Ég hef tvisvar tekið fram úr einhverjum á ofurhjólinu mínu og í bæði skiptin ríkti mikil gleði í herbúðum Karenínu. Sigurvíman var ólýsanleg þegar ég þeystist vinstra megin við aumingja hjólreiðamennina sem eftir sátu með sárt ennið. Heiðarleiki minn og einfeldni krefst því miður að ég taki það fram að fyrri hjólreiðamaðurinn var mjög öldruð kona og sá síðari var kona með barnastól fyrir aftan sig. Barnastóllinn var ekki tómur. Þar að auki taka svona 15 manns fram úr mér á hverjum degi. En ég mun samt sem áður halda fast í sigurvímuna!

Staða mín í eldhúsinu hefur aðeins versnað eftir pottamistök gærkvöldsins. Ég tek það fram í byrjun að Grétar tók þátt í þessu og því er ég ekki í 100% órétti. Við elduðum spaghetti sem er ekki minn uppáhaldsmatur og því hef ég nánast aldrei eldað það áður. Börnin í París fengu aldrei spaghetti en frá þeim vettvangi kemur eina reynslan mín af eldamennsku. Ég var ekki viss um hvað ég ætti að setja mikið í pottinn þannig að ég slumpaði á þetta. Ég hefði betur mátt gera nákvæmari útreikninga þvi við borðuðum u.þ.b. þriðjung af soðnu magni. Ég held að magnið sem fór í ruslatunnuna hefði getað fætt heila Afríkuþjóð í viku og því er ég ennþá með samviskubit :-( Það verður ekki aftur spaghetti á Dybbolvej 29.

Í byrjun september hófst gríðarspennandi kortasamkeppni milli mín og pabba míns, Vignis Jónssonar. Hún felst í því að sá aðili sem sendir hinum aðilanum fleiri póstkort (snail-mail) yfir ákveðið tímabil vinnur og er boðið út að borða af "loosernum". Þessi kortasamkeppni átti sér einnig stað þegar ég var í París en niðurstöður hennar eru enn óljósar og því hefur matarboðið (sem ég á inni hjá honum) ekki verið uppfyllt. Það má segja að við séum ósammála um fjölda póstkorta sem fóru norður yfir hafið. Þannig að ákveðið var að hafa "rematch" :-) Staðan í dag er 3-0 fyrir mér og er ég með mjög nákvæma stigatöflu til að tryggja að fyrri mistök verði ekki gerð. Þar sem pabbi minn er mikill listamaður er ljóst hvaða kort verða frumlegri....en ég mun einkum notast við svokölluð go-kort sem fást ókeypis á helstu kaffihúsum. Hagfræðingurinn ávallt að spara!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009