Mitt annað verk á þessu splunkunýja bloggi verður að hrósa sambýlismanni mínum fyrir hversu ótrúlega handlaginn hann hefur verið!! Aldrei hélt ég að Grétar gæti sísvona sett saman rúm, alls konar borð og hjól (sem var í þúsund pörtum)! Ekki svo að segja að ég hefði ekki getað þetta allt sjálf :-) Á meðan var ég væntanlega að gera eitthvað mjög erfitt og komst ekki í önnur verk. Nú skulum við bara sjá hvernig honum gengur við að setja upp ljósin! Getur einhver lánað okkur bor? =c)
|