Mikið afskaplega er nú ljúft að það sé helgi! Við vorum að koma heim eftir að hafa átt frábært kvöld í bænum, fórum út að borða á mjög skemmtilegan stað og fengum okkur mat, bjór og kokteil! MMmmm ég fékk mér uppáhaldið mitt: svona burritos pönnuköku með kjúkling, grænmeti og salsasósu. Det var dejligt! Það var eins gott að við nutum kvöldsins þar sem við eigum að þrífa sameignina á morgun og ég er bara ekki að nenna því. Ég væri frekar til í að eyða öllum deginum í hagrannsóknir og nammiát :c)
Þóra ofurhagfræðipía átti afmæli í gær og ég óska henni til lukku með daginn. Vona að þú hafir átt meiriháttar kvöld í gær með stelpunum, hefði sko alveg verið til í að hitta ykkur!
Senn fer í hönd ný vika spennandi ævintýra og drauma sem munu eflaust rætast ef þið bara trúið á það! Vó ég hljóma eins og sjálfshjálparspóla. Það væri geggjað að vinna við að búa þær til, maður væri eflaust alltaf bjartsýnn og jákvæður! |