Jæja góðir landsmenn, ég hélt að dagurinn myndi aldrei koma sem Karenína færi að blogga! En vegna stöðugra ítrekana frá peyjum og pæjum um að mín hlið á okkar málum hér í Danaveldi yrði að koma fram þá lét ég loks bugast. Ég held reyndar að mér muni þykja skemmtilegt að skrá hugrenningar mínar hér á skjáinn, vitandi að allir munu sitja spenntir yfir frásögnum mínum. Hér í hægra horninu sjáið þið tilvonandi danskt gsm númer mitt, það verður hins vegar ekki virkt fyrr en eftir nokkra daga. Ég mun láta vita hér á blogginu hvenær þið megið byrja að senda mér sms (þið sem eigið nógan pening megið samt alveg hringja) ;c) Við Grétar erum greinilega frumlegasta parið hér í Baunalandi hvað varðar heimasíðugerð! Mér finnst hann bara svo frábær í einu öllu að ég vil vera alveg eins! Takk elskan fyrir að lána mér "templeitið" þitt. Þetta mun breytast þegar ég kemst í námunda við Sverri Neo.
Heimilisfang okkar hér í Baunalandi er :
Dybbolvej 29, 37+38
8240 Risskov
Hs. 0045-8250-8984
Held ég fari í háttinn núna, strax farin að hlakka til að blogga meira!
|