Innilega til hamingju með afmælið elsku Stebbi minn!! Ég vona að þú eigir frábæran dag :-) Lýsing á afmælisbarni dagsins er sú sama og á honum Sigga okkar í gær, þannig að Siggi og Stebbi eru greinilega alveg eins! En fyndið. Í staðinn ætla ég að birta stjörnuspánna hans Stebba, svona til að vara hann við!
MEYJA 23. ágúst - 22. september
Reyndu að forðast ágreining og valdabaráttu við yfirmenn og foreldra í dag. Þér mun ekki verða ágengt í slíkum deilum. Ef þú kemur ein hverju af stað munu aðrir flækjast í málið.
Í gærkvöldi buðum við heim 2 vinum mínum úr skólanum, þeim Bjarka og Julie, í pizzu og bjór. Það var mjög gaman og var mikið borðað af nammi nammi pizzu. Í dag er ég svo ekkert í skólanum og þar sem ég er búin að sofa út þá verður farið að læra alveg á fullspeed! Bis leiter meine Freunde. |