|
|
Hver sagði að það væru engar brekkur í Danmörku og þess vegna væri svo gott að hjóla?? Crap!! Í einfeldni minni samþykkti ég að hjóla niður í bæ með Grétari í gær. Hjólaferðin niðrí bæ var hreint út sagt stórkostleg! Leiðin samanstóð af lengstu og bröttustu brekku sem ég hef nokkurn tímann séð! Ég þeystist niður brekkuna á meðan hlý golan umlukti mig, sítt dökkt hárið flaksaði og umferðarlætin hurfu inn í vindinn (ég er að reyna hljóma eins og léleg bresk skáldsaga). Grétar var á undan mér og í hans eyrum ómuðu orð eins og "gaaaamaaan" og "skeeeeemtileeeegt" sem komu frá mér :-) Þessi yndislega upplifun átti eftir að breytast í martröð aðeins 2 tímum síðar, þegar við hjóluðum úr bænum!! Ég fékk næstum hjartaáfall og lungnaþembu á sama tíma. Þegar við vorum alveg að komast upp brekkuna ýtti Grétar mér áfram með því að ýta á bakið á mér með annarri hendinni (ohh svo sterkur!) svo við myndum ekki þurfa að stoppa. Þetta var svona eins og foreldrar gera til að styðja við litlu börnin sín sem eru að læra að hjóla ha ha. Já ég get sko sagt ykkur það, að það eru brekkur í Danmörku!
Hey ég pantaði pizzu á dönsku í síðustu viku! Ég var búin að safna kjarki í 2 klukkutíma áður en ég loksins hringdi. Ég sagði galvösk á dönsku að ég ætlaði að fá 2 pizzur og heimsendingu. Síðan sagði pizzagaurinn eitthvað við mig og ég var alveg viss um að hann væri að spyrja hvort ég vildi fá eitthvað að drekka með. Ég sagði bara "nej tak". Þá allt í einu ómaði inní hausnum á mér "addresse". Þá var hann að spyrja mig hver addressan væri! Þegar ég fattaði það, þá sagði ég "jú,æi nei sorry, sko" á svona 3 tungumálum :-)
Heyrðu gsm nr. mitt er orðið virkt þannig að nú get ég loksins móttekið sms skeyti frá ykkur, yibbee! Þið sjáið nr. hér í hægra horninu. Annað sem er orðið virkt er commentakerfið. Endilega bætið við athugasemdum og þá geta samskipti okkar færst yfir á enn þróaðra stig. Fyrir ykkur sem eruð ekki kunnug bloggveröldinni þá smellið þið á "shout out" hér fyrir neðan, skrifið nafn ykkar og athugasemdir, og smellið síðan á "post it".
Jæja ætlum að hjóla út í búð og kaupa léttvín & bjór þar sem við erum að fara í partý í kvöld. Segi betur frá því síðar. Ciaou mes amigos! |
|
| |