My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

þriðjudagur, september 30, 2003
Uss nú er ég formlega komin í fullorðinna manna tölu! Það eru blendnar tilfinningar við að neyðast loksins til að kalla sig fullorðna konu. Við keyptum nefnilega kaffivél í dag! Já og það bara hlýtur að vera að þá verði maður fullorðinn. Eina tegund mannfólks sem er nógu vitlaus til að drekka þetta sull eru nefnilega fullorðnir. Já og ég er farin að drekka kaffi a.m.k. þrisvar í viku og er því hluti af þessum ógáfulega hóp. Ég verð allavega hætt að drekka kaffi fyrir 40 ára!

Heyrðu ég verð nú að viðurkenna að ég er ofursvekkt yfir því að missa af þessum Idol þáttum heima. Vá hvað mig langar að sjá þessa þætti! Ég er búin að heyra frá nokkrum að þeir séu fyndnir, skemmtilegir og pínlegir, allt í senn! Hver býður sig nú fram til að taka upp þessa þætti fyrir okkur skötuhjúin sem erum ekki með nógu öflugt loftnet til að ná Stöð 2! Þeir sem taka að sér þetta göfugmannlega verk fá ríkuleg verðlaun. Í boði eru veglegar móttökur þegar/ef sá hinn sami kemur til Árósa. Þessi góðhjartaða kona/maður fær einnig út að borða á Subway og verður boðið í afmælið mitt um jólin! :-)

Það er bara mánuður þangað til pabbi og Marteinn koma að heimsækja okkur! Vá hvað ég get ekki beðið, ég hlakka svo til að sjá þá. Þeir eru nefnilega á topp-5 listanum mínum yfir besta og skemmtilegasta fólk á þessari jarðkringlu. Já og þú kæri vinur átt möguleika á að komast inn á þennan lista ef þú tekur upp Idol fyrir okkur. Þeir sem lesa þetta og ákveða að vilja/nenna ekki að taka upp Idol fá samt þónokkur stuðprik ef þeir labba núna útí næstu búð, kaupa risagrænan Ópal, labba út á næsta pósthús og skrifa heimilisfangið mitt á pakkann :-)

 
laugardagur, september 27, 2003
Mikið afskaplega er nú ljúft að það sé helgi! Við vorum að koma heim eftir að hafa átt frábært kvöld í bænum, fórum út að borða á mjög skemmtilegan stað og fengum okkur mat, bjór og kokteil! MMmmm ég fékk mér uppáhaldið mitt: svona burritos pönnuköku með kjúkling, grænmeti og salsasósu. Det var dejligt! Það var eins gott að við nutum kvöldsins þar sem við eigum að þrífa sameignina á morgun og ég er bara ekki að nenna því. Ég væri frekar til í að eyða öllum deginum í hagrannsóknir og nammiát :c)

Þóra ofurhagfræðipía átti afmæli í gær og ég óska henni til lukku með daginn. Vona að þú hafir átt meiriháttar kvöld í gær með stelpunum, hefði sko alveg verið til í að hitta ykkur!

Senn fer í hönd ný vika spennandi ævintýra og drauma sem munu eflaust rætast ef þið bara trúið á það! Vó ég hljóma eins og sjálfshjálparspóla. Það væri geggjað að vinna við að búa þær til, maður væri eflaust alltaf bjartsýnn og jákvæður!

 
fimmtudagur, september 25, 2003
En frábært að það sé föstudagur á morgun!! En mikið rosalega leið vikan hratt, þetta er ótrúlegt. Við hjónaleysin erum hress að vanda enda er húsvörðurinn okkar búin að vekja okkur tvisvar í þessari viku. Það er fátt þægilegra en að vakna við dyrabjölluna/bankið á hurðina, spretta á fætur og beint í fötin til að taka á móti morgunkátum húsverðinum. Í morgun var hann mættur kl. korter í 8 !! Hvað er með þessa Dani- kunna þeir ekki að sofa?? Við vorum samt kampakát að fá hann í heimsókn þrátt fyrir stírurnar í augunum þar sem hann gerði við sturtuhausinn, biluðu hellurnar á eldavélinni og fleira. Einnig gaf hann okkur símanúmerið hjá sjónvarpsfyrirtækinu svo við gætum keypt aukastöðvar. Hello Friends, Sex & the City, danskt Idol, danskur Survivor, Boston Public og fleira! Held að lærdómurinn eigi ekkert eftir að aukast þegar við höfum gengið frá þessu :-) Lífið hefur þ.a.l. orðið enn betra hér í Arhus þar sem við þurfum ekki lengur að halda sturtuhausnum uppi með annarri hendinni á meðan við erum í sturtu, getum notað allar 4 hellurnar á eldavélinni en ekki bara tvær og getum horft á eitthvað annað en Bachelorette 1 í sjónvarpinu (þeir eru geðveikt seinir með það).

Atli Már litli frændi minn á afmæli í dag og er því varla litli frændi minn lengur, hefur náð heilum 19 vetrum strákurinn. Til hamingju með daginn elsku Atli!! Vonandi áttu frábæran dag! Mbl virðist þekkja hann ágætlega þar sem þeir hafa eftirfarandi að segja um hann:

Afmælisbarn dagsins: Lykillinn að velgengni þinni er dugnaður og marksækni. Þú veist hvað þú vilt og það er ómetanlegt. Að auki ert þú ákveðinn og gerir þér grein fyrir umhverfinu. Mikilvægar ákvarðanir eru framundan.

Ég er að fara hitta Grétar á Klubben sem er barinn í skólanum hans. Ætlum að djamma pínu í kvöld :-) Ég á svo að mæta í skólann kl. 8 í fyrramálið þannig það verður ekki massíft bjórmagn í kvöld. Ætlum frekar að kíkja aftur á morgun og þá á barinn í mínum skóla! Eigið yndislegt fimmtudagskvöld....

 
mánudagur, september 22, 2003
Ný vinnuvika er hafin og hvað er betra en að byrja hana á yndislegum mánudegi þar sem maður sefur yfir sig/skrópar í hagrannsóknum kl.8. Þetta er einfaldlega ókristilegur tími til að fara á fætur og hjóla í skólann. Helgin var einstaklega róleg og cozy, enda átti að ná upp lestri og sofa mikið! Hvort tveggja gekk bærilega þó svo að aðeins meiri áhersla hafi verið lögð á svefnþáttinn :c)

Elsku Biggi og Ingibjörg, innilega til hamingju með 3 ára sambands-afmælið. Gangi ykkur alveg rosalega vel með að samtvinna umönnun litla prinsins, heimili, skóla og ástarsamband (ekki endilega í þessari röð). Ef einhver getur það þá eruð það þið :-) Njótið dagsins!

 
fimmtudagur, september 18, 2003
Nú er nóg komið af umfjöllun um afmælisbörn vikunnar og við snúum okkur að enn fleiri hjóla- og eldamennsku frásögnum. Það er greinilega frekar rólegt hér í Árósum víst að það er það eina sem ég get mögulega skrifað um. Ég er kannski bara með ritstíflu eins og bestu höfundar geta nú lent í. Gleymum ekki henni JK Rowling sem var 2 ár með Harry Potter og Fönixregluna sem er 1 ári lengur en tók að skrifa hin snilldarverkin fjögur. Þannig að ég á enn sjéns!

Ég hef tvisvar tekið fram úr einhverjum á ofurhjólinu mínu og í bæði skiptin ríkti mikil gleði í herbúðum Karenínu. Sigurvíman var ólýsanleg þegar ég þeystist vinstra megin við aumingja hjólreiðamennina sem eftir sátu með sárt ennið. Heiðarleiki minn og einfeldni krefst því miður að ég taki það fram að fyrri hjólreiðamaðurinn var mjög öldruð kona og sá síðari var kona með barnastól fyrir aftan sig. Barnastóllinn var ekki tómur. Þar að auki taka svona 15 manns fram úr mér á hverjum degi. En ég mun samt sem áður halda fast í sigurvímuna!

Staða mín í eldhúsinu hefur aðeins versnað eftir pottamistök gærkvöldsins. Ég tek það fram í byrjun að Grétar tók þátt í þessu og því er ég ekki í 100% órétti. Við elduðum spaghetti sem er ekki minn uppáhaldsmatur og því hef ég nánast aldrei eldað það áður. Börnin í París fengu aldrei spaghetti en frá þeim vettvangi kemur eina reynslan mín af eldamennsku. Ég var ekki viss um hvað ég ætti að setja mikið í pottinn þannig að ég slumpaði á þetta. Ég hefði betur mátt gera nákvæmari útreikninga þvi við borðuðum u.þ.b. þriðjung af soðnu magni. Ég held að magnið sem fór í ruslatunnuna hefði getað fætt heila Afríkuþjóð í viku og því er ég ennþá með samviskubit :-( Það verður ekki aftur spaghetti á Dybbolvej 29.

Í byrjun september hófst gríðarspennandi kortasamkeppni milli mín og pabba míns, Vignis Jónssonar. Hún felst í því að sá aðili sem sendir hinum aðilanum fleiri póstkort (snail-mail) yfir ákveðið tímabil vinnur og er boðið út að borða af "loosernum". Þessi kortasamkeppni átti sér einnig stað þegar ég var í París en niðurstöður hennar eru enn óljósar og því hefur matarboðið (sem ég á inni hjá honum) ekki verið uppfyllt. Það má segja að við séum ósammála um fjölda póstkorta sem fóru norður yfir hafið. Þannig að ákveðið var að hafa "rematch" :-) Staðan í dag er 3-0 fyrir mér og er ég með mjög nákvæma stigatöflu til að tryggja að fyrri mistök verði ekki gerð. Þar sem pabbi minn er mikill listamaður er ljóst hvaða kort verða frumlegri....en ég mun einkum notast við svokölluð go-kort sem fást ókeypis á helstu kaffihúsum. Hagfræðingurinn ávallt að spara!

 
miðvikudagur, september 17, 2003
Innilega til hamingju með afmælið elsku Stebbi minn!! Ég vona að þú eigir frábæran dag :-) Lýsing á afmælisbarni dagsins er sú sama og á honum Sigga okkar í gær, þannig að Siggi og Stebbi eru greinilega alveg eins! En fyndið. Í staðinn ætla ég að birta stjörnuspánna hans Stebba, svona til að vara hann við!

MEYJA 23. ágúst - 22. september
Reyndu að forðast ágreining og valdabaráttu við yfirmenn og foreldra í dag. Þér mun ekki verða ágengt í slíkum deilum. Ef þú kemur ein hverju af stað munu aðrir flækjast í málið.

Í gærkvöldi buðum við heim 2 vinum mínum úr skólanum, þeim Bjarka og Julie, í pizzu og bjór. Það var mjög gaman og var mikið borðað af nammi nammi pizzu. Í dag er ég svo ekkert í skólanum og þar sem ég er búin að sofa út þá verður farið að læra alveg á fullspeed! Bis leiter meine Freunde.

 
þriðjudagur, september 16, 2003
Sæl öllsömul og gleðilegan þriðjudag. Ég vil byrja þetta blogg á að óska honum Sigga vini mínum innilega til hamingju með afmælið! Hér má sjá lýsingu á afmælisbarni dagsins og á þetta vel við Sigga.

Afmælisbarn dagsins: Þú ert skapandi og sterk/ur. Þú hefur einnig lúmskt skopskyn. Ef þú leggur hart að þér á næsta ári mun árangurinn ekki láta á sér standa.

Annars er allt gott að frétta. Ég vil taka það fram að allt sem Grétar segir um eldamennsku mína er helber lygi og ber að varast að hlusta á slíkar fullyrðingar. Ég viðurkenni að eldamennskan hefur verið af skornum skammti en þegar ég tek mig til og elda þá er það jafn ljúffengt og matseðill á frönskum veitingastað! Talandi um góðan mat þá var okkur boðið upp á dýrindis mat í fyrsta partýinu okkar hér í Arhus. Já það var djammað síðustu helgi með nokkrum öðrum íslenskum pörum. Það var alveg meiriháttar gaman og frábært að kynnast fleiri Frónbúum.

Systir mín hefur eitthvað verið að kvarta yfir því að ég hafi ekki tekið það fram hér á blogginu að hún eigi stað í lífi og hjarta mínu. Fyrirgefðu Harpa mín! Ég veit reyndar ekki hvar ég hefði endilega átt að segja þetta ha ha . Ég á sem sagt 14 ára systur sem stundar nám í Seljaskóla. Er hún mikill meistari enda er hún systir mín og hef ég kennt henni allt sem ég kann:-)

Símafyrirtækið sem við völdum til að eiga viðskipti við hér í Danmörku er ekki vinur okkar. Mér til mikillrar óánægju kom í ljós að það kostar alls ekki það sama að senda sms heim til Íslands og hér innan Danmerkur. Það kostar heilar 32 ISK að senda sms heim en aðeins 2.5 ISK að senda í danskt nr! Hvað er með þennan verðmun?? Þetta eru ekkert nema ræningjar sem bera enga virðingu fyrir útlendingum sem vilja bara geta sent krúttlegt sms til vinar á heimaslóðum sniff sniff.

 
laugardagur, september 13, 2003
Hver sagði að það væru engar brekkur í Danmörku og þess vegna væri svo gott að hjóla?? Crap!! Í einfeldni minni samþykkti ég að hjóla niður í bæ með Grétari í gær. Hjólaferðin niðrí bæ var hreint út sagt stórkostleg! Leiðin samanstóð af lengstu og bröttustu brekku sem ég hef nokkurn tímann séð! Ég þeystist niður brekkuna á meðan hlý golan umlukti mig, sítt dökkt hárið flaksaði og umferðarlætin hurfu inn í vindinn (ég er að reyna hljóma eins og léleg bresk skáldsaga). Grétar var á undan mér og í hans eyrum ómuðu orð eins og "gaaaamaaan" og "skeeeeemtileeeegt" sem komu frá mér :-) Þessi yndislega upplifun átti eftir að breytast í martröð aðeins 2 tímum síðar, þegar við hjóluðum úr bænum!! Ég fékk næstum hjartaáfall og lungnaþembu á sama tíma. Þegar við vorum alveg að komast upp brekkuna ýtti Grétar mér áfram með því að ýta á bakið á mér með annarri hendinni (ohh svo sterkur!) svo við myndum ekki þurfa að stoppa. Þetta var svona eins og foreldrar gera til að styðja við litlu börnin sín sem eru að læra að hjóla ha ha. Já ég get sko sagt ykkur það, að það eru brekkur í Danmörku!

Hey ég pantaði pizzu á dönsku í síðustu viku! Ég var búin að safna kjarki í 2 klukkutíma áður en ég loksins hringdi. Ég sagði galvösk á dönsku að ég ætlaði að fá 2 pizzur og heimsendingu. Síðan sagði pizzagaurinn eitthvað við mig og ég var alveg viss um að hann væri að spyrja hvort ég vildi fá eitthvað að drekka með. Ég sagði bara "nej tak". Þá allt í einu ómaði inní hausnum á mér "addresse". Þá var hann að spyrja mig hver addressan væri! Þegar ég fattaði það, þá sagði ég "jú,æi nei sorry, sko" á svona 3 tungumálum :-)

Heyrðu gsm nr. mitt er orðið virkt þannig að nú get ég loksins móttekið sms skeyti frá ykkur, yibbee! Þið sjáið nr. hér í hægra horninu. Annað sem er orðið virkt er commentakerfið. Endilega bætið við athugasemdum og þá geta samskipti okkar færst yfir á enn þróaðra stig. Fyrir ykkur sem eruð ekki kunnug bloggveröldinni þá smellið þið á "shout out" hér fyrir neðan, skrifið nafn ykkar og athugasemdir, og smellið síðan á "post it".

Jæja ætlum að hjóla út í búð og kaupa léttvín & bjór þar sem við erum að fara í partý í kvöld. Segi betur frá því síðar. Ciaou mes amigos!

 
föstudagur, september 12, 2003
Sæl og blessuð öllsömul. Í dag er ég mjög hress, enda er föstudagur! Hins vegar var ég ekki jafn hress í leikjafræðitíma kl. 8 í morgun (á meðan þið flest steinsváfu). Ég átti að vera í fríi á föstudögum en franski kennari minn (sem er ekki lengur í náðinni) færði einn fyrirlestur yfir á föstudag kl. 8! Þvílík pína! Ég er einnig kl. 8 á mánudagsmorgnum þannig að helgarnar eru vel innrammaðar :-) Kostirnir við þetta eru þó þeir að maður hunskast á lappir frekar en að sofa fram að hádegi, eins og hún vinkona mín Pollýanna benti mér á :-)

Ég keypti mér hjól um daginn, alveg rosalega flott! Það er mosagrænt, með svartri körfu framan á og bögglabera að aftan. Ég komst hins vegar að því að ég er í engu formi!! Eftir hjólaferðir síðustu daga líður mér eins og ég hafi dottið 50 sinnum á rassinn í röð. Ég sem hélt að ég væri með öfluga rass- og lærvöðva eftir allar gönguferðinar frá húsinu og útí bíl og aftur til baka, þegar ég var á Íslandi. Ég er mikið að spá í að skila hjólinu og kaupa mér 2 árskort hjá Strætisvögnum Árhúsborgar! Ef ég ákveð að þrauka og athuga hvort þessir "fake" vöðvar fari eitthvað að styrkjast þá ætla ég svo sannarlega að borða yfir mig af góðgæti þegar ég kem heim um jólin og sitja á rassinum allan tímann....svona svo ég verði ekki of mössuð :-)

 
fimmtudagur, september 11, 2003
Mitt annað verk á þessu splunkunýja bloggi verður að hrósa sambýlismanni mínum fyrir hversu ótrúlega handlaginn hann hefur verið!! Aldrei hélt ég að Grétar gæti sísvona sett saman rúm, alls konar borð og hjól (sem var í þúsund pörtum)! Ekki svo að segja að ég hefði ekki getað þetta allt sjálf :-) Á meðan var ég væntanlega að gera eitthvað mjög erfitt og komst ekki í önnur verk. Nú skulum við bara sjá hvernig honum gengur við að setja upp ljósin! Getur einhver lánað okkur bor? =c)


 
Jæja góðir landsmenn, ég hélt að dagurinn myndi aldrei koma sem Karenína færi að blogga! En vegna stöðugra ítrekana frá peyjum og pæjum um að mín hlið á okkar málum hér í Danaveldi yrði að koma fram þá lét ég loks bugast. Ég held reyndar að mér muni þykja skemmtilegt að skrá hugrenningar mínar hér á skjáinn, vitandi að allir munu sitja spenntir yfir frásögnum mínum. Hér í hægra horninu sjáið þið tilvonandi danskt gsm númer mitt, það verður hins vegar ekki virkt fyrr en eftir nokkra daga. Ég mun láta vita hér á blogginu hvenær þið megið byrja að senda mér sms (þið sem eigið nógan pening megið samt alveg hringja) ;c) Við Grétar erum greinilega frumlegasta parið hér í Baunalandi hvað varðar heimasíðugerð! Mér finnst hann bara svo frábær í einu öllu að ég vil vera alveg eins! Takk elskan fyrir að lána mér "templeitið" þitt. Þetta mun breytast þegar ég kemst í námunda við Sverri Neo.

Heimilisfang okkar hér í Baunalandi er :
Dybbolvej 29, 37+38
8240 Risskov
Hs. 0045-8250-8984

Held ég fari í háttinn núna, strax farin að hlakka til að blogga meira!


 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009