|
|
Það var ekkert smá erfitt að fara á fætur í morgun, hvað er málið? Af hverju get ég ekki verið svona manneskja sem á geðveikt auðvelt með að vakna kl.8 alla morgna. Þar sem það er enginn skóli á miðvikudögum er svo freistandi að sofa aðeins lengur. Það var ekki fyrr en ég heyrði Grétar segja við mig frammi á gangi að "kaffi væri lykillinn að öllu" að ég drattaðist framúr :c) Annars vorum við með matarboð í gærkvöldi þar sem Helga vinkona okkar kíkti í mat. Guð mér finnst ég vera svo fullorðinn að bjóða fólki í mat! Þá fyrst er maður orðin kona híhí Eftir matinn og ís í eftirrétt horfðum við saman á fyrstu Matrix myndina, ú ú frekar mikið töff. Svo ætlum við að sjá aðra myndina aftur áður en við förum á þriðju myndina í bíó.
Talandi um kvikmyndir þá kom ég við í Kvickly á leiðinni heim úr skólanum í gær og ætlaði bara rétt að kaupa salsasósu og te (já við erum orðin eins og verstu Bretar og drekkum te!). Þegar minns var að þramma í átt að þeim sem rukka fyrir vörurnar sáu gagnaugun svolítið sem kom mér til að snarhemla á staðnum. Já já sumir giskuðu rétt! Lord of the Rings Two Towers extended version kom líka út hér í gær yibbee yey. Stutta búðarferðin varð því 5.000 kr. búðarferð! Það verður allsherjar Lord kvöld næstu helgi (höfum ekki tíma til að horfa á hana fyrr) og ég bara get ekki beðið. Áfram Frodo! I like you very much Aragorn! Ég má sko vera skotin í Aragorn af því að Grétar er skotinn í Trinity:-)
Annars var ég að klára að lesa bókina "Destiny of Souls". Þannig að nú veit ég um allt sem er í gangi þarna "hinum megin" og af hverju í veröldinni við erum að spígspora hérna á jörðinni. Mjög áhugaverð og spennandi bók. Ég mæli eindregið með að fólk lesi hana, sérstaklega ef það trúir á líf eftir dauðann.
Til hamingju með afmælið elsku Hanna Valdís! Vona að þú eigir yndislegan afmælisdag og líðir vel í Amsterdam. Stjörnuspáin hefur nú sjaldan átt jafn vel við og þessi:
Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfsörugg og vilt leggja þitt að mörkum til að breyta heiminum. Á komandi ári muntu ljúka mikilvægum kafla í lífi þínu.
Vel á minnst, fyrir þá sem hafa annaðhvort ekki lesið bloggið hans Grétars eða ekki tekið eftir fína mynda-linknum hér til hægri þá höfum við sett inn myndir sem nýja flotta stafræna myndavélin okkar (og myndavélar fólks á kolleginu) tóku. |
|
| |